Wolves er að skoða það að fá framherjann Diego Costa í sínar raðir á frjálsri sölu.
Þetta segir David Ornstein, blaðamaður Athletic, en Costa er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Mineiro.
Wolves ætlaði að treysta á Sasa Kalajdzic í vetur en hann kom til félagsins í sumar og sleit svo krossband stuttu seinna.
Costa er á leiðinni til Englands og mun fara í skoðanir hjá Wolves sem vill komast að því hvort Spánverjinn sé í nógu góðu standi.
Costa er 33 ára gamall og er þekktur fyrir tíma sinn hjá Atletico Madrid sem og Chelsea í úrvalsdeildinni.