Lærisveinar Jose Mourinho fengu skell í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er Roma heimsótti Udinese í Serie A.
Roma var taplaust fyrir leikinn í kvöld en átti í raun ekki roð í Udinese og tapaði að lokum 4-0.
Udinese er með tíu stig líkt og Roma eftir sigurinn en liðin eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.
Fleiri leikir voru spilaðir og má sjá úrslitin hér fyrir neðan.
Udinese 4 – 0 Roma
1-0 Iyenoma Udogie
2-0 Lazar Samardzic
3-0 Roberto Pereyra
4-0 Sandi Lovric
Spezia 2 – 2 Bologna
0-1 Marko Arnautovic
1-1 Simone Bastoni
2-1 Jerdy Schouten(sjálfsmark)
2-2 Marko Arnautovic
Verona 2 – 1 Sampdoria
0-1 Francesco Caputo
1-1 Emil Audero(sjálfsmark)
2-1 Josh Doig
Cremonese 0 – 0 Sassuolo