Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var sáttur með sína menn í dag eftir leik við Arsenal.
Marcus Rashford skoraði tvö mörk í 3-1 heimasigri á Arsenal og komst nýi maðurinn Antony einnig á blað.
Ten Hag hefur nú unnið fjóra leiki í röð með Man Utd og segir að liðið sé á réttri leið.
,,Allir þurfa að gefa sitt besta á hverjum degi á æfingasvæðinu til að koma okkur á rétta braut. Ég er ekki að hugsa um að við séum komnir þangað en erum á góðri leið,“ sagði Ten Hag.
,,Ég heimta mikið frá mínu liði á hverjum degi og það er mikið sem má bæta. Þetta er ferli – þú þarft að heimta meira á hverjum degi.“
,,Það er það sem ég vil og leikmennirnir í okkar liði vilja það líka, við erum með menn sem hafa unnið titla. Við þurfum að ná því besta úr þeim á hverjum degi.“
,,Antony gerði vel en ég tel að hann geti gert betur, hann skoraði gott mark en öll mörkin voru liðsmörk.“