fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Kallisto er þýsk OnlyFans-stjarna á Íslandi – „Þetta er vinna og þetta snýst ekki um að sofa hjá þúsundum manna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 4. september 2022 18:44

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um OnlyFans hefur ekki farið fram hjá mörgum undanfarin ár, en segja má að eftir að COVID kom upp hafi orðið ákveðin sprenging í notendum og áskrifendum hjá þessari veitu.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni gegn mánaðarlegu gjaldi. Allur gangur er á því hvers konar efni er deilt á síðunni. Einkaþjálfarar, listafólk og áhrifavaldar nota gjarnan síðuna en nekt og erótískt efni er lang vinsælast.

Kallisto er 26 ára gömul frá Þýskalandi og nýtur nokkurra vinsælda á Only Fans hér á landi. Kallisto er ekki hennar rétta nafn, en hún kýs að nota Only Fans nafn sitt í þessu viðtali. Árið 2018 má segja að hafi orðið kaflaskipti í lífi hennar en þá sagði hún skilið við líf sitt í Þýskalandi, pakkaði í tösku og ákvað að hefja nýtt ævintýri á Íslandi. Hún ræddi við blaðamann um hvernig það er að vinna sem OnlyFans-stjarna á Íslandi, hvaða augum hún lítur þessa vinnu og margt fleira.

„Mér fannst ég aldrei eiga heima í Þýskalandi, mér fannst ég aldrei passa þar inn í samfélagið. Vinnan sem ég var í þarna, þau hættu að borga okkur einn daginn, því þau höfðu ekki efni á því. Þau héldu okkur samt áfram í vinnu án þess að greiða laun. Svo við starfsmennirnir ákváðum  að við árslok 2018 ætluðum við öll að stinga af. Við sögðum ekki yfirmönnunum frá.“

Mynd/Anton Brink

Hlutirnir gengu þó hraðar fyrir sig en Kallisto bjóst við og í september, rétt eftir að hún ákvað að leita nýrra tækifæra erlendis, var hún komin með vinnu á Íslandi.

„Á fimmtudegi var mér sagt að mæta á mánudegi svo þetta var gert í mikilli hvatvísi.“

Því varð úr að hún skildi allt eftir í heimalandinu, kærastann, kettina og fjölskylduna og flutti til Íslands.

Tinder-deitið stakk upp á Only Fans

Það var svo um ári síðar sem hún uppgötvaði Only Fans.

„Þegar ég bjó á Kirkjubæjarklaustri fór ég að nota Tinder og „matchaði“ þar við marga mjög hratt, en hafði ekki möguleika að hitta alla. Ég var að stunda þetta í svona hálft ár. Svo einn daginn stakk einn gæinn á Tinder upp á því að ég myndi bara byrja á Only Fans. Ég hafði aldrei heyrt um það áður og vissi ekkert um þetta, en þessi gaur sagði mér hvað ég ætti að gera og hvernig þetta virkaði og ég gerði þetta bara að gamni mínu fyrst. Svo fór ég að fá áskrifendur og þá fór ég að rukka smá gjald, en það var mjög ódýrt hjá mér til að byrja með.“

Aðspurð um hvernig það hafi verið að byrja á OnlyFans og birta þar heimatilbúið erótískt efni segir Kallisto að hún hafi verið smá efins til að byrja með.

„Auðvitað var ég hrædd um að eitthvað yrði tekið þaðan og lekið á netið en hins vegar hafði ég sent mikið af nektarmyndum á Snapchat áður og það hefði verði leikur einn fyrir fólk að leka þeim líka. Ég var ekki að birta eins mikið þá og ég geri núna en þegar ég komst á lagið með þetta varð þetta svo skemmtilegt að það hætti að vera til rými fyrir efasemdir.“

Þetta er svona lúxus-klám

Til að byrja með deildi hún OnlyFans með þeim karlmönnum sem hún hafði ekki tíma til að hitta, en svo fór orðið að berast og innan skamms var hún komin með um 40 fasta áskrifendur sem hafa flestir fylgt henni fram á daginn í dag, en í dag eru áskrifendurnir tæplega 400 talsins.

Misjafnt er hvort að fólk líti á Only Fans- efni sem klám eða ekki. Kallisto segist þó líta á það sem svo.

„Ég sé þetta klárlega sem klám. Þetta er svona lúxus-klám að mínu mati þar sem þetta er ekki aðgengilegt öllum eins og á öðrum sínum, svo sem Pornhub. Svo ef við tökum mína síðu sem dæmi þá er ég stundum í listrænu skapi þegar ég er að búa til efni, en það er þó breytilegt. Ég lít ekki á myndböndin mín sem list en sumar af myndunum finnast mér mjög flottar og hugsa að þær kæmu vel út sem list á vegg.“

Kallisto segir að margir líti á OnlyFans sem kynlífsverkavinnu en hún segir svo ekki vera. „Það fer eftir þér, hvað þú vilt gera og hversu langt þú ert tilbúinn að ganga. Þú ert þinn eigin yfirmaður. Þú þaft ekki að sofa hjá neinum til að birta efni á Only Fans. Þetta er vettvangur þar sem þú gætir þess vegna bara birt teikningar eða æfingarplönin þín.“

Til að byrja með var hún að framleiða efni bara með sjálfri sér. Til geta birt efni með fleiri en bara henni þarf viðkomandi að skrifa undir hjá Only Fans og sanna á sér deili.

„Þú getur ekki birt myndbönd með hverjum sem er. Það er ekki nóg að fá samþykki frá bólfélögunum fyrir myndbirtingunni heldur þurfa þeir að skrifa undir skjöl hjá Only Fans og framvísa persónuskilríkjum og þannig.“

Fljótlega eftir að hún byrjaði á Only Fans eignaðist hún svo kærasta.

„Og við fórum að gera efni saman. hann var mjög opinn fyrir þessu og ég líka frá upphafi. Ég er mjög opin með kynlíf og hef það að leiðarljósi að ég er tilbúin að prófa allt áður en ég dæmi það. Svo við gerðum mikið af efni með „anal“ og eitt myndband af mér að „pegga“ hann. Fyrir aðra sem gera efni fyrir Only Fans held ég að þetta sé efni sem er ekki hlaupið að því að fá að gera, maður getur ekki beint beðið ókunnugan um að taka þátt í svona.“

Hesta-leiðsögumaður á daginn

Með tíð og tíma ákvað Kallisto að fara að stunda Only Fans af meiri alvöru og leitaði þá til reyndra aðila úr þeim heimi eftir ráðum. Þá var henni bent á leiðir til að koma sér á framfæri og hvernig hún gæti fundið nýjar og spennandi leiðir til að ná til fólks, svo sem með því að hitta aðrar konur á Only Fans og taka með þeim upp efni.

En hvað er það erfiðasta við að vera á Only Fans? 

„Fyrir mér er það frumleikinn. Maður festist á endanum og finnst maður hafa tæmt allt sem er í boði. Þá missir fólk kannski áhugann því þau hafa séð allt sem þú hefur að bjóða,“ segir Kallisto. Hún segir að þá þurfi maður að stíga aðeins aftur og hugsa um næstu skref, ráðfæra sig við aðra, fá aðra með í samstarf eða prófa eitthvað nýtt. Hún til að mynda er nýlega farin að stunda „cosplay“ þar sem hún klæðir sig upp sem tilbúinn karakter.

En Only Fans er aðeins aukastarfið hennar. Á daginn vinnur hún sem hesta-leiðsögumaður. Hún segir að vinnuveitandi hennar sé meðvitaður um aukastarf hennar og hafi ekkert út á það að setja. Það sé hreinlega bara ekki rætt. Það hefði verið annað upp á teningnum í Þýskalandi.

„Í Þýskalandi hefði þetta aldrei verið svona. Þar hefði maður verið tekinn á teppið og gefnir úrslitakostir – að velja vinnuna eða Only Fans. Og það sama á við um karlmenn í Þýskalandi.“

Mynd/Anton Brink

Íslendingar mjög opnir hvað varðar nekt og kynlífsverkavinnu

Kallisto upplifir það að karlmenn hér á landi séu mun opnari fyrir þessari vinnu og kynlífi almennt. „Ég held að Íslendingar séu mjög opnir hvað varðar nekt og kynlífsverkavinnu. Enginn á mínum aldri, eða yngri hefur nokkurn tímann sagt eitthvað slæmt um það en auðvitað er þetta „villt dæmi“ í augum eldra fólks í samfélaginu og ég geri ekkert kröfu um að þau skilji það, bara að þau sleppi því að vera dónaleg.“

Eins og áður segir er Kallisto í sambandi, þó ekki með sama manni og hún byrjaði fyrst að gera efni með á Only Fans, og sambandið er einkvænt, eða monogamous eins og það heitir á ensku. Hún og kærastinn hafa sest niður og rætt um mörk og reglur hvað Only Fans varðar og þykir Kallisto það vera merki um heilbrigt samband. Kærastinn setur ekkert út á það að hún sofi hjá öðrum konum, en vill ekki að aðrir karlmenn komi við sögu en hann sjálfur.

Hann glími ekki við afbrýðisemi heldur finnist það spennandi að aðrir menn hafi áhuga á Kallisto og séu tilbúnir að borga til að sjá hana fáklædda, nakta eða í kynferðislegu samhengi. Hann hafi þó áhyggjur af öryggi hennar á almannafæri. Kallisto hefur þó ekki lent í því að einhver víki sér að henni á almannafæri en hefur þó fengið óþægileg skilaboð.

„Ég hef fengið skilaboð sem létu mér liða óþægilega en það er eitthvað sem maður þarf ekki að svara og ég er mjög góð að horfa framhjá svona. Þú þarft að hafa svolítið harðan skráp því fólk mun dæma þig og sumir gætu jafnvel gerst áskrifendur bara til að vera illkvittnir.“

Hvað varðar hennar eigin fjölskyldu þá vita móðir hennar og bróðir af þessu.

„Mamma heldur að ég hitti nýjan mann á hverjum degi til að sofa hjá. Svo hún segir við mig: þú þarft ekki að gera þetta þú átt kærasta núna. En þetta tengist ekkert náttúrulega. Þetta er vinna og þetta snýst ekki um að sofa hjá þúsundum manna.“

Mamma hennar sé þó ekki mótfallin þessu heldur vilji aðeins að börn hennar séu hamingjusöm og heilbrigð. Hins vegar veit pabbi hennar ekki af þessu. „Ég held að pabbi myndi drepa mig,“ segir Kallisto og hlær.

Mynd/Anton Brink

Ég stjórna þessu öllu

Aðspurð um hvort að OnlyFans vinnan sé valdeflandi segir Kallisto:

„Að vissu leyti já. Áskrifendur gefa manni hrós og mér líður mun betur í eigin líkama heldur en nokkru sinni áður. Svo aftur er það ég sem ákveð hverju ég deili, hvenær og hvers vegna. Ég stjórna þessu öllu.“

Varðandi mörk hennar hvað varðar þessa vinnu segir Kallisto að það sé henni mikilvægast að kærastanum hennar líði þægilega með það efni sem hún deilir.

„Það er mjög mikilvægt fyrir mér að láta kærastanum mínum ekki líða óþægilega með nokkuð sem ég deili. Svo í hvert sinn sem ég plana samstarf þá ræðum við við það og hann getur sagt ef hann vill ekki að ég geri eitthvað. Hann býst aldrei við að ég afboði neitt en hann veit að hann getur alltaf verið opinn um hvernig honum líður og hvað honum finnst um eitthvað.

Svo mín hörðustu mörk er að gera efni með karlmönnum. Mér myndi líða óþægilega og ég veit að kærastanum mínum myndi líða þannig líka. Allir sem ég hef hitt og unnið með hafa alltaf verið mjög skilningsrík gagnvart mörkum og ég hef aldrei lent í vandræðum með að gera öðrum grein fyrir því þegar eitthvað gengur of langt fyrir mig.“

Mynd/Anton Brink

Only Fans síðan tekur svo prósentu af þeim tekjum sem notendur fá. Kallisto segir að það sé eitthvað um 20 prósent. Síðan þarf að gefa peningana upp sem tekjur.

„Ég held þau taki 20-30 prósent eitthvað þannig og svo þarftu að borga skatta svo ef einhver borgar 10 dollara þá færðu bara 8 frá Only Fans og svo þarftu að gefa þetta upp til tekjuskatts og situr eftir með 5 dollara.“

Þetta mun breyta lífi þínu

Fyrir aðra sem eru að íhuga að prófa sig áfram við að skapa efni og selja á OnlyFans segir Kallisto að fólk þurfi að undirbúa sig undir það að lífið þeirra breytist.

„Þetta mun breyta lífi þínu og þú þarft að vera því viðbúinn. Fólk mun dæma þig og fólk verður andstyggilegt við þig á Internetinu. En þetta er mjög gaman og mjög gefandi, en þú þarft að vera búinn undir þessa breytingu.“

Kallisto segir að samfélagið hafi tekið miklum breytingum undanfarin áratug og líklega hefði Only Fans ekki getað orðið eins stórt fyrr en einmitt nú. Fólk sé nú opnara fyrir hinsegin fólki, sem geri það að verkum að hinsegin fólk geti loksins liðið þægilega á Internetinu. Með þessari hreyfingu hafi umburðarlyndi gagnvart öðruvísi kynlífi og blætum einnig aukist. „Þú getur fundið einhvern sem er að búa til efni fyrir þitt blæti eða þínar þarfir. Þú getur líka gerst áskrifandi af því þér þykir einhver aðlaðandi. Fyrir 10 árum var fólk ekki nógu opið fyrir þetta en það hefur alltaf mikið verið í gangi undir yfirborðinu.“

Svo hér er ég að þéna pening fyrir nákvæmlega það

Sjálf sér Kallisto fyrir sér að halda þessari vinnu áfram eins lengi og hún getur. „Ég vona það og eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir endirinn á þessu en á einhverjum tíma verður kominn nýr vettvangur eða fólk hættir að borga fyrir klám, eða ég verð of gömul (jafnvel þó að það sé til blæti fyrir það líka) svo ég mun bara sjá hvernig þetta gengur og hvert þetta mun færa mig.“

Eins og áður segir þá lítur Kallisto svo á að Only Fans sé ólíkt hefðbundnu klámi að því leiti að aðilinn sem birtir efnið er með völdin á því hvað er birt og hver sér það. Því líði mörgum mun þægilegra að birta efni þar frekar en á stóru klámveitunum.

„Þegar ég gerði OnlyFans reikninginn sagði einhver við mig: Þú ættir aldrei að gera eitthvað sem þú ert góð í ókeypis, og mér hefur verið sagt að ég sé góð í því að ríða. Svo hér er ég að þéna pening fyrir nákvæmlega það.“

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“