Brighton 5 – 2 Leicester
0-1 Kelechi Iheanacho(‘1)
1-1 Luke Thomas(’10, sjálfsmark)
2-1 Moises Caicedo(’15)
2-2 Patson Daka(’33)
3-2 Leandro Trossard(’64)
4-2 Alexis MacAllister(’71, víti)
5-2 Alexis MacAllister(’97)
Einn fjörugasti leikur sumarsins átti sér stað á heimavelli Brighton í dag er liðið tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
Leicester virkar svolítið eins og tímasprengja þessa dagana en gengi liðsins í deild hingað til hefur verið hörmulegt.
Sjö mörk voru skoruð í leiknum í dag þar sem Brighton hafði betur 5-2 eftir að hafa lent undir og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleik.
Leikmenn Leicester virtust þó ekki ráða við verkefnið í þeim síðari þar sem Brighton skoraði þrjú mörk gegn engu.
Leicester er á botni deildarinnar með eitt stig eftir sex leiki og er með markatöluna 8:16 sem er hræðilegt.
Brighton hefur byrjað tímabilið vel og er í fjórðá sætinu með 13 stig.