Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 15:30 í dag en leikið er á Old Trafford í Manchester.
Manchester United tekur á móti Arsenal í þessari viðureign og má búast við spennandi leik tveggja öflugra liða.
Arsenal er fyrir leikinn á toppnum með 15 stig og fullt hús stiga en Man Utd er með níu stig í áttunda sætinu.
Nýi maður Man Utd, Antony, fer beint í byrjunarliðið í dag en hann gekk í raðir liðsins á lokadegi gluggans.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Malacia, McTominay, Eriksen, Fernandes, Antony, Sancho, Rashford.
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Lokonga, Xhaka, Odegaard, Saka, Martinelli, Jesus.