fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Bendir á sláandi mun á viðbrögðum lögreglunnar á Íslandi og í Hollandi við reiðhjólaþjófnaði

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 4. september 2022 14:15

Thereza t.v. og Gunnar ásamt hjólinu sem blessunarlega tókst að endurheimta t.v./Aðsent

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófnaður á reiðhjólum er algengur hér á landi og hefur hjólreiðamönnum oft reynst erfitt að endurheimta hjól sín með liðsinni lögreglunnar. Skemmst er að minnast starfa hjólahvíslarans sem undanfarin ár stundaði það í sjálfsboðastarfi að leita uppi og endurheimta týnd og stolin reiðhjól.

Í samtali við DV árið 2020 sagði Bjartmar um þessa vinnu sína:

„Auðvitað á löggan að gera þetta, en staðreynd málsins er að löggan er hreinlega ekki að sinna þessu. Ég hef til að mynda horft upp á lögreglumenn keyra í burtu frá stórri hrúgu af stolnum hjólum. Hún er hreint út sagt grútmáttlaus í þessum málum.“

Vissu hver maðurinn var og höfðu myndefni úr eftirlitsmyndavél

Thereza Petkova, áhugamanneskja um hjólreiðar, tekur undir með Bjartmari, en hún ritaði færslu inn á Facebook-hóp Reiðhjólabænda þar sem hún bendir á muninn á því hvernig lögreglan í Hollandi tekur á reiðhjólaþjófnaði annars vegar og svo hvernig lögreglan hér á landi gerir það.

Thereza veitti DV góðfúslega leyfi til að deila færslunni.

„Árið 2017 var rándýru hjóli kærasta míns stolið á Íslandi. Kærastinn minn lýsti strax eftir hjólinu á Facebook. Sama kvöld fékk hann skilaboð frá starfsmanni Reiðhjólaversluninnar Berlín að ungur maður hefði komið með hjólið og reynt að skipta því fyrir fatbike og spurt um virði hjólsins.

Starfsmaður Berlínar gat gefið okkur greinargóða lýsingu á manninum sem við gátum notað til að finna myndefni af honum úr eftirlitsmyndavél á svæðinu. Á téðu myndefni gátum við séð að hann var í bol merktur hljómsveit og við nánari eftirgrennslan komust við að því að hann var meðlimur í hljómsveitinni. Með þessum upplýsingum fundum við manninn á Facebook.“

Næst héldu Thereza og kærasti hennar, Gunnar Cortes Heimisson, upp á lögreglustöð og gáfu þeim þær upplýsingar sem þau höfðu fengið. En þá fengu þau undarleg svör frá lögreglu.

„Lögreglan opnaði mál en sagðist ekki geta gert neitt án sönnunargagna. Ekkert gerðist frekar í málinu fyrr en við fengum ábendingu frá samborgara sem sá hjólið læst við tré inni í garði niðri í miðbæ. Við endurheimtum hjólið án hjálpar lögreglu.“

Í samtali við blaðamann segir Thereza að hjólaþjófnaður sé alls ekki tekinn nógu alvarlega af lögreglu. „Það mætti klárlega gera betur“. Þegar atvik sem hún greindi frá í færslu sinni áttu sér stað var hjólið aðalferðamáti kærasta hennar sem hjólar í og úr vinnu og auk þess var þetta aðaláhugamál hans. „Þótt þetta hefði mikil áhrif á hans líf þá var ekkert gert í málinu“

Hún furðar sig jafnframt á þeim svörum lögreglu að það þyrfti sönnunargögn. „Í fyrsta lagi vorum við búin að safna ógrynni sönnunargagna og vorum með stellnúmer hjólsins ásamt kvittun fyrir kaupum á því. Við fundum út úr þessu öllu á eigin spýtur, en svo þegar við mætum til lögreglunnar með gögnin þá segjast þeir ekkert geta aðhafst í málinu. Mér þykir það heldur furðulegt.“

Hún telur að það eina sem hjólaeigendur á Íslandi geti í dag til að endurheimta hjól sín sé að óska eftir aðstoð annarra reiðhjólamanna á samfélagsmiðlum.

Sambærilegt mál fékk hraða úrlausn í Hollandi

Með færslu sinni hjá Reiðhjólabændum deildi Thereza færslu frá lögreglunni frá Utrecht í Hollandi.

Í þeirri færslu segir lögregla frá því að þeim hafi borist skilaboð frá manni í Amsterdam eftir að rándýru rafmagnshjóli hans var stolið. Maðurinn hafði náð að fylgjast með ferðum hjólsins í rauntíma þar sem heyrnartól hans voru enn í tösku á hjólinu. Lögregla sagði manninn hafa gert heimavinnu sína vel því hann hefði líka horft á myndskeið úr eftirlitsmyndavél frá hóteli þar sem skýrt mátti sjá þjófnaðinn og gat því gefið lögreglu greinagóða lýsingu á hinum grunaða.

„Út frá þessu fórum við að leita af tveimur hjólreiðamönnum á svæðinu til finna hjólið. Þetta leiddi til auðveldrar handtöku á hinum grunaða og hjólið og heyrnartólin voru endurheimt.“

Thereza segir að þessi frásögn lögreglunnar í Utrecht sýni að þetta þurfi alls ekki að vera svona á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl