Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Al-Arabi, hefur fengið heldur betur mikinn liðsstyrk fyrir komandi átök í Katar.
Rafinha, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur skrifað undir hjá Al-Arabi eftir dvöl hjá Real Sociedad á Spáni.
Rafinha er 29 ára gamall og var samningsbundinn Paris Saint-Germain og var lánaður til Sociedad á síðustu leiktíð.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona frá 2006 til 2020 og lék þar 84 deildarleiki.
Rafinha er miðjumaður og á einnig að baki tvo landsleiki fyrir Brasilíu en þeir komu báðir árið 2015.