James Rodriguez, fyrrum leikmaður Real Madrid, er til í að gera mikið til að komast til Spánar og semja við Valencia.
Leikmaðurinn sjálfur greinir frá þessu en hann spilar í dag með Al-Rayyan í Katar og kom þangað í fyrra.
James eins og hann er yfirleitt kallaður á að baki 12 leiki fyrir Al-Rayyan og hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Hann er þekktastuir fyrir tíma sinn hjá Real frá 2014 til 2020 en lék með Everton frá 2020 til 2021.
Edinson Cavani er genginn í raðir Valencie á frjálsri sölu og gerir það mikið fyrir kólumbíska landsliðsmanninn.
,,Ef Valencia hringir í mig þá mun ég jafnvel labba þangað frá Katar. Ég myndi taka á mig launalækkun,“ sagði James.
,,Ef þeir þurfa einhvern til að aðstoða Edinson Cavani þá er ég mættur. Þetta er frábært félag með frábæra stuðningsmenn.“