Aston Villa 1 – 1 Manchester City
0-1 Erling Haaland(’50)
1-1 Leon Bailey(’74)
Manchester City komst ekki í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Aston Villa á útivelli.
Að venju komst Erling Haaland á blað fyrir meistarana í dag og sá um að koma gestunum yfir á 50. mínútu.
Það mark dugði ekki til sigurs en Leon Bailey var búinn að jafna metin fyrir Villa 14 mínútum síðar.
Það reyndist síðasta markið á Villa Park þar sem heimamenn fengu gott stig og sitt fjórða í sumar.
Man City er í öðru sæti deildarinnar með 14 stig, stigi á eftir Arsenal sem á leik til góða.