Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála Bayern Munchen, hefur staðfest það að félagið hafi rætt við umboðsmann Cristiano Ronaldo í sumar.
Um tíma reyndi Ronaldo mikið að komast burt frá Manchester United en fá lið sýndu leikmanninum alvöru áhuga fyrir gluggalok.
Bayern var eitt af þeim liðum sen var nefnt til sögunnar og eitt af því sem kom hvað mest til greina ásamt Chelsea og Napoli.
Salihamidzic staðfesti í samtali við Sky í Þýskalandi að félagið hafi rætt við Jorge Mendes, umboðsmann Ronaldo, en það var aldrei í kortunum að fá hann til félagsins.
,,Hann er með gríðarlega stóran persónuleika. Þetta er stór leikmaður sem hefur gert mikið fyrir fótboltann á undanförnum árum. Þetta var ekki möguleiki fyrir okkur því við einbeittum okkur að öðru,“ sagði Salihamidzic.
,,Það þarf hins vegar ekki að vorkenna honum, þetta er frábær fótboltamaður sem hefur afrekað magnaða hluti undanfarin ár.“