Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir að liðið þurfi þrjá félagaskiptaglugga til viðbótar til að geta keppt við toppliðin á Englandi.
Tottenham hefur styrkt sig töluvert undir stjórn Conte og fékk til að mynda til sín Richarlison og Yves Bissouma í sumar.
Conte segir að þessi bæting sé ekki nóg til að berjast um toppsætið og býst við að það gerist ekki fyrr en eftir mögulega tvö ár.
,,Í þessum glugga þá gerðum við það sem félagið gat gert. Ég tel að við höfum gert vel,“ sagði Conte.
,,Ég verð þó að vera hreinskilinn og það er enn langt í toppliðin. Við vitum að við vorum bara að byrja þessa bætingu okkar á hópnum.“
,,Til að geta barist á toppnum eða um að komast í Meistaradeildina þá þarftu allavega þrjá glugga til að vera á sama stað og önnur lið.“