Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um miðjumanninn Arthur sem gekk í raðir liðsins á lokadegi gluggans.
Arthur skrifaði undir lánssmamning við Liverpool út tímabilið og kemur frá Juventus þar sem hlutirnir gengu ekki alveg upp.
Klopp er mjög ánægður með þessi félagaskipti og er spenntur fyrir því að fá að vinna með Brasilíumanninum.
,,Ég er hæstánægður með þessi félagaskipti. Hvað kemur hann með til félagasins? Hann er ótrúlega góður fótboltamaður,“ sagði Klopp.
,,Ég held að við getum öll verið sammála um það. Hann hefur átt mjög spennandi feril og er ennþá mjög ungur. Hann er á besta aldri fyrir fótboltamann.“
,,Hann er mjög góður að gefa boltann og er góður að meðhöndla hann. Hann er mjög góður á litlum svæðum sem mér líkar mikið við.“
,,Af hverju geturðu lánað svona leikmann? Því þetta gekk ekki 100 prósent upp hjá Juventus en ég sé það sem jákvæðan hlut því gæðin eru til staðar. Við spilum öðruvísi leik en Juventus og töldum að þetta gæti hentað okkur vel.“