Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Chelsea, mun ekki spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag gegn West Ham.
Þetta staðfesti Thomas Tuchel, stjóri enska liðsins, í gær en Aubameyang gekk í raðir Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans á fimmtudag.
Tuchel staðfesti að Aubameyang myndi byrja í næstu viku en hann er kjálkabrotinn eftir innbrot á heimili sínu fyrr í vikunni.
Margir stuðningsmenn Chelsea bíða spenntir eftir að fá Aubameyang í liðið enda er verið að notast við Kai Havertz sem framherja í dag.
Aubameyang þekkir það að skora mörk í ensku deildinni en hann var áður frábær fyrir Arsenal fyrir skiptin til Barcelona.