Það var svo sannarlega búist við miklu af framherjanum Ricardo Pepi er hann gekk í raðir Augsburg í Þýskalandi.
Pepi var talinn vera ein af vonarstjörnum Bandaríkjanna en hann er þó enn aðeins 19 ára gamall og á nóg eftir.
Pepi spilaði 15 deildarleiki með Augsburg 2022 en tókst ekki að skora mark eftir að hafa komið frá FC Dallas.
Þar vakti Pepi mikla athygli fyrir sína frammistöðu og á að baki 11 landsleiki fyrir Bandaríkin.
Nú er það hins vegar staðfest að Pepi mun spila með Groningen í Hollandi út tímabilið og mun Augsburg treysta á aðra menn.
Pepi skoraði 13 mörk í 31 leik fyrir Dallas árið 2021 og var keyptyur til Augsburg á 20 milljónir dollara.