Í tilkynningu frá Íslenskri Getspá segir að „glúrinn tippari“ hafi verið með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og græddi á því rúmar 600 þúsund krónur. Umræddur tippari styður við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.
Í tilkynningu segir:
„Það var glúrinn tippari sem var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum. Hann keypti kerfismiða með Ú kerfinu U-5-3-128. Þannig þrítryggði hann 5 leiki og tvítryggði 3 leiki og var með 5 leiki fasta með einu merki. Miðinn kostaði 1.664 krónur og þar sem kerfið gekk upp varð tipparinn rúmum 600.000 krónum ríkari. Tipparinn styður við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.“