fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Vaknaði á dýnu í kjallara og vissi ekki hvað hafði gerst

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 2. september 2022 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. júlí féll dómur í nauðgunarmáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Málið varðar atvik sem sagt var hafa átt sér stað aðfaranótt þriðjudagsins 5. febrúar árið 2019.

Það kvöld hafði 15 ára stúlka farið út að kaupa sér nesti. Hún heyrði svo í vini sínum sem sótti hana og fór með hana í heimahús þar sem farið var í heitan pott og henni boðið vín. Í dómnum kemur fram að kókaín hafi greinst í þvagi stelpunnar en hún man þó ekki eftir því að hafa fengið sér slíkt. Stúlkan segir að hún hafi ekki munað eftir meiru frá þessu kvöldi en daginn eftir vaknaði hún í einhverju húsi á dýnu í kjallaranum. Þá var hún bara klædd í peysu en buxur hennar og nærbuxur lágu á gólfinu.

Stúlkan fór út úr húsinu og tók strætó. Eftir að henni tókst að kveikja á símanum sínum hringdi hún í lögregluna sem kom og sótti hana. Hún sagðist þá vera með mikinn höfuðverk og að henni væri illt í hálsinum og hendinni, það væri eins og hún hefði sofið eitthvað vitlaust. Einnig var henni illt í mjöðmunum. Hún var með sogblett vinstra megin á hálsinum og með eitthvað far á vinstra læri og á kinninni.

Fram kemur í dómnum að stúlkan hafi ekki vitað hvað hafi átt sér stað en að henni hafi liðið skringilega. Hún og vinurinn sem hún vaknaði hjá höfðu þekkst í um það bil ár en samband þeirra hafði verið kynferðislegt í byrjun. Stúlkan sagði fyrir dómi að það hafi ekki verið hennar ákvörðun að kæra vin sinn fyrir nauðgun heldur hafi móðir hennar tekið þá ákvörðun, sem hún gat því stúlkan var ólögráða þegar meint brot átti sér stað. Móðir stúlkunnar staðfestir það en hún segir dóttur sína hafa beðið sig um að kæra ekki.

Málið var því rannsakað af lögreglu. Lögregla fór að heimili ákærða í vettvangsrannsókn, rannsakaði sængurfatnað, koddaver og lak ákærða.

„Greining á sýnum úr sængurfatnaði ákærða leiddi í ljós að í öllum sýnunum kom fram blanda DNA-sniða frá að minnsta kosti tveim einstaklingum. Það DNA-snið, sem var í meirihluta í öllum sýnunum, var eins og DNA-snið ákærða. Það DNA, sem var í minnihluta í sýnunum, var ekki unnt að samkenna við einstakling. Rannsókn á sýnum merktum úr kynfærum og endaþarmi brotaþola leiddi í ljós að DNA-snið sýnanna var eins og DNA-snið ákærða,“ segir í dómnum um niðurstöður DNA-greiningarinnar.

Breyttur framburður og skýrsla tekin af vitni ári eftir meint brot

Ákærði neitaði sök í málinu. Í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst hann ekki hafa hitt brotaþola umrætt kvöld en það var ekki satt. Fyrir dómi sagði ákærði að hann hafi verið hræddur við skýrslutöku hjá lögreglu og að honum hafi liðið óþægilega. Hann væri að greina rétt frá atvikum málsins fyrir dómi og að hann hafði ekki áttað sig á mikilvægi þess að segja satt hjá lögreglu. Þá segist hann hafa upplifað að lögreglan væri að brjóta á honum og að hann hefði frosið.

Fyrir dómi bar einnig vitni kunningi ákærða, en sá hafði hitt stúlkuna og ákærða umrætt kvöld. Hann bar við skýrslutöku hjá lögreglu við minnisleysi um kvöldið. Fyrir dómi sagði hann að meint minnisleysi hjá lögreglu mætti rekja til þess að honum hafi brugðið svo við að vera kallaður til skýrslutöku að hann hefði ekki munað eftir kvöldinu. Dómari taldi þó að þessi breyting á framburði gæti átt sér eðlilega skýringu, enda var liðið um ár þegar vinurinn, eitt mikilvægasta vitnið, var kallaður til skýrslutöku.

Í reynd var það svo að meint brot átti sér stað í febrúar 2019 en ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en 27. júní á þessu ári.  Ákærði var boðaður í skýrslu rúmum mánuði eftir að umrætt kvöld og svo aftur í rúmu hálfu ári síðar. Niðurstöður úr rannsóknum blóðsýna stúlkunnar lágu ekki fyrri fyrr en tveimur mánuðum eftir að sýnin voru tekin, en þau höfðu verið send til Svíþjóðar til rannsóknar. Þótti verjanda ákærða í raun að málið hefði hvorki verið rannsakað nægjanlega vel sem og að málshraðaregla sakamálaréttar hafi verið brotin.

Þótti ekki nægilega sannað

Ákærði sagði fyrir dómi að hann hafi haft samræði við stúlkuna þetta kvöld og að það hafi verið með hennar samþykki, en hann var ákærður fyrir 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga en það ákvæði fjallar um nauðgun til tilfellum þar sem brotaþoli er talinn í aðstæðum eða ástandi þar sem hann gati ekki spornað við verknaði eða skilið þýðingu hans.

Dómari leit til þess að framburður stúlkunnar væri óljós um atvik, en hún væri þó trúverðug. Hún segðist þó ekki muna eftir neinu samræmi og gat ekki gefið skýringar á því sem gerðist og gat ekki fullyrt að brotið hefði verið gegn henni. Ekkert liggi fyrir sem bendi til þess að hún hafi verið undir slíkum áhrifum áfengis eða lyfja að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga, en sjálf mat stúlkan það svo að hún hefði verið í meðallagi drukkin umrætt kvöld.

Dómurinn taldi að ekki væri sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Var hann því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins. Þá var einkaréttarkröfu stúlkunnar upp á fjórar milljónir króna vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins var felldur á ríkissjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnaði ökumanni með hnífi við Dalshraun

Ógnaði ökumanni með hnífi við Dalshraun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur