Arthur Melo gekk í gær í raðir Liverpool frá Juventus.
Brasilíski miðjumaðurinn verður á láni hjá Liverpool út þessa leiktíð. Svo á enska félagið eftir að kaupa hann.
Næsta sumar getur Liverpool keypt Arthur á 37,5 milljónir evra.
Arthur er 26 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá Juventus síðan 2020. Þar áður var hann hjá Barcelona.
Liverpool hefur verið í vandræðum á miðjunni á leiktíðinni. Því ákvað félagið að sækja Arthur á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.
Juventus statement reveals Liverpool have the option of making Arthur Melo’s loan move permanent next summer for fee of €37.5m — despite clubs denying. 🚨🔴 #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022