Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Fréttablaðið að búið sé að manna 75% af stöðunum á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Nú séu 1.155 börn á biðlista og umsóknir 3.368 barna hafi verið samþykktar.
Hún sagði að atvinnuástandið í samfélaginu ráði því hvenær málin leysist. Í heimsfaraldrinum hafi gengið nokkuð vel að manna starfsemina. Nú sé unnið að því hörðum höndum að manna allar stöður.