fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Ísland Got Talent: Maríu var hafnað fyrir ári – í kvöld gerðist þetta

Mætti með afa sínum í fyrra en var hafnað – Sló rækilega í gegn í kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Eva var ánægð þegar hún heyrði að þarna færi stúlka með mikla hæfileika.
Sátt Ágústa Eva var ánægð þegar hún heyrði að þarna færi stúlka með mikla hæfileika.

Mynd: Skjáskot Stöð 2/Vísir.is

„Ég tók þátt í fyrra með afa mínum og við komumst ekki áfram. Fengum tvö nei og tvö já. Ég vildi ekki gefast upp heldur reyna aftur og komast lengra,“ sagði hin fimmtán ára María Agnesardóttir í Ísland Got Talent á Stöð 2 í kvöld.

Óhætt er að segja að María hafi slegið rækilega í gegn og gert nákvæmlega það sem hún ætlaði sér að gera, komast lengra.

Hver dómari getur ýtt einu sinni á svokallaðan gullhnapp, en til að svo verði þarf flutningurinn að vera fumlaus og flottur. Ágústa Eva Erlendsdóttir, einn fjögurra dómara í þáttunum, átti eftir að nýta gullhnappinn sinn og ákvað hún að nota hann eftir flutning Maríu.

María var að vonum ánægð með viðbrögð dómaranna, þá sérstaklega Ágústu Evu sem nýtti gullhnappinn.
Gullhnappurinn María var að vonum ánægð með viðbrögð dómaranna, þá sérstaklega Ágústu Evu sem nýtti gullhnappinn.

Mynd: Skjáskot Stöð 2/Vísir.is

„Þú og þín rödd og þess frammistaða var 10 milljóna króna virði. Ég vil sjá þig í undanúrslitum,“ sagði Ágústa Eva, en lagið sem María flutti heitir Summertime Sadness og er eftir Lönu Del Rey.

Eins og sést í myndbandinu hér að neðan var María stressuð fyrir flutninginn en MC Gauti, kynnir þáttanna, stappaði stálinu í hana áður en hún steig á svið. „Ég er ennþá í sjokki,“ sagði María eftir flutninginn sem sagðist ekki hafa búist við þessum viðbrögðum frá dómnefndinni.

Glæsilegan flutning Maríu má sjá í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“