Chelsea hefur spurst fyrir um Denis Zakaria, miðjumann Juventus.
Zakaria gekk í raðir Juventus frá Borussia Monchengladbach í janúar. Hann hefur þó aðeins leikið fimmtán leiki fyrir ítalska félagið.
Chelsea er í leit að styrkingu á miðsvæðið og gæti Zakaria reynst lausnin.
Lundúnafélagið sækist eftir því að fá leikmanninn á láni með möguleika á að kaupa hann næsta sumar.
Félagaskiptaglugganum verður skellt í lás klukkan 22 í kvöld að íslenskum tíma.
Excl: Chelsea have just approached Juve for Denis Zakaria! Talks have just started as Sangaré deal is off — ongoing right now. 🚨🔵 #CFC #DeadlineDay
Chelsea are offering loan with buy option. pic.twitter.com/pBVdWizu6U
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
Uppfært klukkan 17:52 – Zakaria er mættur í læknisskoðun á Stamford Bridge.