fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Ný Fréttavakt: Hættulegt TikTok-æði. Dánaraðstoð lögleidd víða.

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. september 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Fréttavaktinni í kvöld er fjallað um meinta illa meðferð á hrossum í Borgarfirði og hamfaraflóðin í Pakistan sem eru farin að valda farsóttum.
Við ræðum við prófessor í tómstundafræði sem segir kyrkingarleik unglinga sem færst hefur í vöxt á Tik Tok ekki nýjan af nálinni. Foreldrar þurfi nauðsynlega að fræða börn sín um notkun samfélagsmiðla.
Fjölmörg Evrópulönd hafa lögleitt dánaraðstoð við þá sem eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar.  Íslensk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og ekki tekið þessa umræðu, segir Eyþór Eðvarðsson félagsmaður í Lífsvirðingu.
Það er mjög óvenjulegt að fólk skuli vera með sjálfþurftarbúskap inn í miðjum bæ eins og á Akureyri, þar sem ung hjóna hafa stofnað hænsnagarð vegna áhuga á heilsu og sjálfbærni.
Nýnemar Menntaskólans í Reykjavík voru tolleraðir í dag, venju samkvæmt, til að bjóða þá velkomna í skólann. Sem fyrr sáu elstu nemendur skólans um tolleringuna.
Og það eru merkilegir hlutir að gerast í háloftunum í kringum landið.  Siggi Stormur verður með helgarveðrið í þætti kvöldsins og honum finnst eins og sumarið sé raunverulega að byrja núna. Næstu 10 dagar eru mjög sumarlegir, hlýir dagar og hægur vindur (þó ekki á morgun) lítil úrkoma og sól af og til.

Fréttavaktin er á dagskrá Hringbrautar alla virka daga kl. 18:30. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan:

Frettavaktin 1. september
play-sharp-fill

Frettavaktin 1. september

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture