fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Barnæska stjarnanna – Hver ólst upp í ríkidæmi og hver gróf í sorpi eftir mat?

Fókus
Fimmtudaginn 1. september 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má telja næsta öruggt að þessar stjörnur eigi fyrir kveldmatnum en í tilfelli margra þeirra hefur þó ekki alltaf svo verið. Sumar stjarnanna ólust upp við sára fátækt á meðan að aðrar liðu aldrei skort. 

Viola Davis

Fátæk

Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis segist eiga margar hamingjuríkar minningar frá æskuárunum en það breyti því ekki að hún hafi alist upp í sárri fátækt. ,,Ég var ein þeirra 17 milljón barna í Bandaríkjunum sem hafa ekki hugmynd um hvort eða hvenær þau fái næstu máltíð.” Hún segist hafa gert bókstaflega allt til að fá að borða. ,,Ég stal mat, ég stal peningum fyrir mat og ég skreið ofan í ruslagáma í leit að mat. Ég reyndi líka að vingast við krakka sem gátu treyst á þrjár máltíðir á dag í þeirri von að mér yrði kannski boðið með. Hungrið var skuggi æsku minnar sem alltaf var fyllt skömm yfir fátæktinni.”

Rashida Jones Mynd/Getty

Rík

Gamanleikkonan Rashida Jones er dóttir Quincy Jones, sem óhætt er að kalla goðsögn í tónlistarheiminum, og leikkonunnar Peggy Lipton. Quincy er talinn einn áhrifamesti jazztónlistarmaður 20. aldarinnar og var tilnefndur til hvorki meira né minna en 80 Grammy verðlauna. Það var því ekki leitað að mat í ruslagámi á æskuheimili Rashidu.

Jennifer Lopez

Fátæk

Faðir Jennifer Lopez vann allar nætur og móðir hennar starfaði í grunnskóla auk þess að selja Tupperware áhöld. Jennifer, sem deildi rúmi með tveimur systrum sínum á heimili þeirra í Bronx, þakkar foreldrum sínum vinnusiðferði sitt og segir allt hafa gert til að valda þeim aldrei vonbrigðum.

Julia Louis-Dreyfus

Rík

Gamanleikkonuna Juliu Louis-Dreyfus skorti ekkert í sínum uppvexti. Langalangafi hennar sá til þess. Sá var franskur og stofnaði Louis-Dreyfus Group, risasamsteypu sem meðal annars á fjármálafyrirtæki, flutningafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki.

Selena Gomez Mynd/Getty

Fátæk

Móðir Selenu Gomez var aðeins 16 ára þegar hún eignaðist stúlkuna sem átti eftir að verða stjarna. Þrátt fyrir ungan aldur tókst foreldrum hennar að halda sambandinu gangandi í fimm ár eftir fæðingu Selenu en þá yfirgaf faðir hennar heimilið. Hún segir líf þeirra mæðgna hafa verið stöðugt ströggl og sérstaklega minnist hún þess hversu oft bíllinn varð bensínlaus. ,,Við ýttum bílnum út í kant og leituðum á gólfi og sætum eftir smápeningum í þeirri von um að nurla saman fyrir nægilegu bensíni til að komast heim.”

Adam Levine

Ríkur

Faðir Adam Levine stofnaði verslunarkeðjuna M. Fredric sem sérhæfir sig í tískufatnaði. Söngvarinn gekk meðal annars í einn dýrasta skóla Bandaríkjanna, Brentwood, en sá hleypir aðeins fáum útvöldum inn fyrir sínar dyr.

Shania Twain

Fátæk

Kántrísöngkonan Shania Twain er ein fimm systkina og hafði fjölskyldan lítið á milli handanna. Shania hefur rætt um hversu erfitt var að fara í skólann með gaulandi garnirnar og horfa með öfundaraugum á hina krakkana njóta matar síns. ,,Mér datt samt aldrei í hug að biðja eitthvert þeirra um að gefa mér með sér. Það hefði verið of niðurlægjandi auk þess sem ég hafði aldrei kjarkinn í það.”

Lana Del Rey

Rík

Faðir söngkonunnar Lönu Del Rey stofnaði fjölmiðlaveldið Web Media Properties auk þess að reka fasteigna- og fjármálafyritæki. Lana Del Rey var því alinn upp á heimili margmilljónera.

Hollywood stjarnan Leonardo Dicaprio.

Fátækur

Leikarinn Leonardo DiCaprio ólst upp í einu af fátæktarhverfum Los Angeles þar sem ofbeldi var daglegt brauð. Eftir að hafa verið barinn illa, enn og aftur, í skólanum fékk hinn 16 ára gamli Leonardo nóg, fór heim og sagði móður sinni að hann væri hættur í skóla. ,,Ég sagði henni að ég vildi verða leikari og fara í prufur í stað þess að mæta í skóla.” Prýðileg ákvörðun hjá piltinum verður að segjast.

Gwyneth Paltrow.

Rík

Leikkonan Gwyneth Paltrow er Hollywood háaðli. Faðir hennar er kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi og móðir hennar hin virta leikkona Blythe Danner. Hún ólst upp í fínustu hverfum Hollywood, nágrannarnir voru margir hverjir heimsþekktir og guðfaðir Gwyneth er enginn annar en Steven Spielberg.

Jim Carrey. Mynd:Getty

Fátækur

Stórleikarinn Jim Carrey ólst upp í sárri fátækt og eftir að faðir hans missti vinnuna bjó fjölskyldan ýmist í bíl eða í tjaldi. Jim var farin að vinna sem húsvörður aðeins 15 ára gamall til að létta undir og fá einhvern mat á borð. Leikarinn sagði síðar að í mörg ár hefði hann verið föður sínum reiður fyrir að sjá ekki betur fyrir fjölskyldunni. Það hafi þó breyst með árunum. ,,Jú, ég varð að fullorðnast fyrr en ég hefði óskað en á móti kemur að foreldrar mínir gerðu svo ótal margt annað fyrir mig, hluti sem ekki er hægt að meta til fjár.”

Cara Delevingne

Rík

Ofurmódelið Cara Delevingne er af annars konar aðli en Gwyneth Paltrow því hún er af hinum eina sanna breska háaðli. Fjölskylda hennar er tengd bresku konungsfjölskyldunni og skarta ættmennin ótal fíneríistitlum. Móðuramma hennar var hirðdama Margrétar prinsessu, systur Elísabetar Englandsdrottningar og móðurafi hennar var aðalsmaður sem rak stór fjölmiðlafyrirtæki. Föðurafi hennar var einnig aðalsmaður, átti fjármálafyrirtæki og var góður vinur konungsfjölskyldunnar. Faðir hennar er milljarðamæringur sem á farsælt fasteignafyrirtæki og guðmóðir hennar er engin önnur en breska stórleikkonan lafði Joan Collins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife