Oleksandr Zinchenko gekk í raðir Arsenal frá Manchester City í sumar. Hefur hann farið vel af stað en er lítillega meiddur sem stendur.
Eiginkona Zinchenko er sjónvarpskonan Vlada. Hún hefur ekki síður vakið athygli enskra götublaða og verið í sviðsljósinu nú í kringum skipti eiginmannsins. Oft hefur verið talað um hana sem kynþokkafyllstu eiginkona fótboltamanns í heimi.
Oleksandr og Vlada giftu sig árið 2020, ári eftir að þau kynntust.
Nú hefur Vlada birt mynd af sér í búningi Arsenal, eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa virkilega gaman að.
Myndina má sjá hér að neðan.