fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Vieira segir að leikmaður sinn hefði orðið hræddur við sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha, stjörnuleikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, grínaðist með það á dögunum að Patrick Vieira, stjóra liðsins, hefði ekkert ráðið við hann er hann var leikmaður.

Vieira er goðsögn hjá Arsenal en hann var frábær á miðju liðsins á leikmannaferli sínum.

„Auðvitað er ég ekki sammála honum,“ sagði Vieira um ummæli Zaha og hló.

„Það hefði verið mjög auðvelt að stoppa hann. Honum þætti aðdáunarvert hversu góður ég var, hversu sterkur. Hann hefði orðið hræddur og fært sig á hinn helming vallarins.“

Palace er í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með fimm stig eftir fimm leiki.

Liðið hefur tekið miklum breytingum frá því Vieira tók við fyrir síðustu leiktíð. Það er talið spila léttleikandi og skemmtilegan fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson