Athafnakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er komin á fast. Samkvæmt heimildum DV er sá heppni Garðbæingurinn Jóhann Sveinbjörnsson.
Turtildúfurnar eru staddar í Barcelona um þessar mundir að spóka sig í sólinni.
Brynja Dan er bæjarfulltrúi Garðabæjar og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík í fyrra og skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í þingkosningunum í fyrra.
Hún hefur einnig getið sér gott orð í íslensku viðskiptalífi og er einn eigandi Extraloppunnar í Smáralindinni. Auk þess nýtur hún mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með yfir nítján þúsund fylgjendur á Instagram.
Brynja stendur einnig á bak við 1111.is, vefsíðu sem heldur úti tilboðum á degi einhleypra, og hefur gert það undanfarin átta ár.
Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.