fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Gluggadagur: Öll helstu tíðindin á einum stað

433
Fimmtudaginn 1. september 2022 23:33

Aubameyang er blár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti dagur félagaskiptagluggans í helstu deildum Evrópu er runninn upp. Nú þurfa félög sem ætla að styrkja sig heldur betur að hafa hraðar hendur.

Líkt og alltaf á þessum degi má búast við því að fjöldi leikmanna færi sig um set.

Glugganum verður skellt í lás klukkan 22 í kvöld að íslenskum tíma.

Hér munu helstu félagaskiptafregnir dagsins birtast í lifandi uppfærslu.

23:23 Pierre-Emerick Aubameyang er orðinn leikmaður Chelsea og gerir tveggja ára samning.

23:19 Miðjumaðurinn Billy Gilmour hefur yfirgefið herbúðir Chelsea og samdi við Brighton fyrir 10 milljónir punda.

23:12 Leeds festi kaup á Willy Gnonto sem er ungur framherji og kemur frá Zurich í Sviss.

23:05 Loic Bade er kominn til Nottingham Forest og er 21. leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins í sumar.

22:48: Daniel James er kominn til Fulham á eins árs löngum lánssamningi frá Leeds.

22:27 Michy Batshuayi mun ekki ganga í raðir Nottingham Forest eftir allt saman.

22:09 Duje Caleta Car hefur verið keyptur  rá Marseille til Southampton á 10 milljónir evra. Króatíski landsliðsmaðurinn gerir fjögurra ára samning.

21:59 Varnarmaðurinn Jan Bednarek er farinn til Aston Villa frá Southampton á láni út tímabilið.

21:55 Hinn 29 ára gamli Andre Gomes hefur verið lánaður til Lille frá liði Everton.

21:54 Tahith Chong er endanlega genginn í raðir Birmingham frá Manchester United.

21:47 Fulham hefur fengið til sín framherjann Carlos Vinicius frá Benfica en hann var áður hjá Tottenham.

21:34 Federico Fernandez hefur yfirgefið Newcastle og skrifaði undir hjá Elche á Spáni.

21:33 Bamba Dieng verður áfram hjá Marseille mjög óvænt en hann stóðst ekki læknisskoðun hjá Nice. Hann var á leið til Leeds áður en Nice blandaði sér í baráttuna.

21:15 Everton hefur fengið miðjumanninn James Garner frá Manchester United í endanlegum skiptum. Hann kostar 15 milljónir punda.

21:07 Aston Villa hefur hafnað þriðja tilboði Arsenal í Douglas Luiz og verður hann áfram hjá félaginu.

21:03 Miðjumaðurinn Arthur Melo er kominn til Liverpool og gerir lánssamning út tímabilið.

20:47 Framherjinn Michy Batshuayi er líklega á leið til Nottingham Forest frá Chelsea.

20:19 Það er nú ólíklegt að miðjumaðurinn Douglas Luiz endi hjá Arsenal en félagið hafði sýnt því áhuga að fá hann frá Aston Villa.

20:09 Martin Braithwaite yfirgaf lið Barcelona fyrr í dag en samningi hans við félagið var rift. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Espanyol.

20:02 Ainsley Maitland-Niles er farinn til Southampton frá Arsenal og gerir lánssamning út leiktíðina.

19:54 Leander Dendoncker er kominn til Aston Villa frá Wolves á 13 milljónir punda.

19:05 Sergino Dest er orðinn leikmaður AC Milan og gerir lánssamning við félagið frá Barcelona út tímabilið.

18:30 Hector Bellerin er genginn aftur í raðir Barcelona frá Arsenal og kemur á frjálsri sölu.

17:54 Denis Zakaria er í læknisskoðun hjá Chelsea. Miðjumaðurinn er að ganga til liðs við Lundúnafélagið frá Juventus á láni.

17:53 Fulham er að sigra kapphlaupið um Daniel James, kantmann Leeds. Nánar hér.

17:34 Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir atburðarrás í færslu á Twitter í dag sem hann segir vera ,,klikkuðustu sögu dagsins.“ Nánar hér.

16:15 Martin Dubravka hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Manchester United. Nánar hér.

15:56 Mario Balotelli hefur samið við ellefta félagið á ferli sínum. Hann er kominn til Sion í Sviss. Ítalínn var síðast hjá Adana Demirspor í Tyrklandi, þar sem Birkir Bjarnason leikur.

15:48 Miðjumaðurinn Idrissa Gana Gueye er mættur aftur til Everton frá PSG. Hann skrifar undir tveggja ára samning vð félagið. Everton borgar franska félaginu um tíu milljónir evra fyrir hann.

15:39 Frenkie de Jong verður áfram hjá Barcelona. Hann ætlaði sér aldrei til Manchester United eða Chelsea. Nánar hér.

15:35 Fulham hefur nú staðfest komu Laywin Kurzawa á eins árs lánssamningi frá PSG.

14:51 Martin Braithwaite er farinn frá Barcelona. Samningi hans hefur verið rift. Nánar hér.

14:39 Arsenal ætlar að leggja fram annað tilboð í Douglas Luiz eftir að 20 milljóna punda tilboði þeirra var hafnað. Fimm ára samningur er klár á borðinu fyrir leikmanninn á Emirates.

14:31 Arthur Melo er nú staddur í læknisskoðun hjá Liverpool. Hann er að ganga í raðir félagsins á láni frá Barcelona. Arthur verður leikmaður Liverpool á allra næstunni.

14:19 Fabrizio Romano hefur staðfest að Hector Bellerin sé á leið til Barcelona.

13:38 Willian hefur skrifað undir eins árs samning við nýliða Fulham. Nánar hér.

13:04 Það er komið Here we go á félagsskipti Aubameyang til Chelsea. Hann gengur til liðs við félagið á 2 ára samningi með möguleika á auka ári. Marcos Alonso, bakvörður Chelsea fer í skiptum á móti til Barcelona. Nánar hér.

12:44 Hector Bellerin færist nær Barcelona. Hann er í viðræðum um að rifta samningi sinum við Arsenal. Nánar hér.

12:29 Það er ólíklegt að Manchester United muni gera meira á félagaskiptamarkaðnum eftir komu markvarðarins Martin Dubravka. Nánar hér.

12:19 Fulham leiðir nú kapphlaupið um Daniel James. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham. Damba Dieng gæti leyst hann af hjá Leeds. Sá leikur með Marseille.

12:19 Willy Bolly er mættur til Nottingham Forest. Hann er nítjándi leikmaðurinn sem félagið fær til sín í sumar. Bolly kemur frá Wolves og gerir tveggja ára samning.

11:25 Pierre-Emerick Aubameyang mun skrifa undir tveggja ára samning við Chelsea, að því gefnu að félagið nái samkomulagi við Barcelona um kaupverð. Nánar hér.

10:56 Fabrizio Romano hefur nú staðfest að Dendoncker sé á leið til Aston Villa frá Wolves. Douglas Luiz er því nær örugglega á förum. Líklegast er að hann endi hjá Arsenal en Chelsea hefur verið nefnt til sögunnar einnig.

10:44 Leander Dendoncker er nú orðaður við Aston Villa. Gæti hann leyst af Douglas Luiz, sem er hugsanlega á leið til Arsenal. Nánar hér.

10:29 Arthur Melo er að fljúga til Englands á meðan þetta er skrifað. Hann skrifar undir eins árs samning við Liverpool síðar í dag. Nánar hér.

10:10 Miðvörðurinn Josko Gvardiol hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við RB Leipzig og fer því ekki til Chelsea. Enska félagið mun þó reyna aftur í janúar. Nánar hér.

9:53 Fulham er ekki hætt á félagaskiptamarkaðnum. Eins og fram hefur komið er félagið að landa Willian á eins árs samningi og Laywin Kurzawa á láni frá PSG. Fulham er nú einnig að reyna að fá Brereton Diaz frá Blackburn.

9:46 Meira af leikmannamálum Arsenal. Aisnley Maitland-Niles er að fara á láni til Southampton.

9:42 Það berast tíðindi frá Arsenal. Félagið íhugar nú að festa kaup á Douglas Luiz, miðjumanni Aston Villa sem skoraði gegn liðinu í gær. Nokkrir miðlar greina frá þessu, þar á meðal David Ornstein sem hefur góðar tengingar inn í Arsenal. Samningur Luiz við Aston Villa rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Nánar hér. 

9:36 Við hverju mega stuðningsmenn Chelsea búast í dag? BBC segir félagið á höttunum eftir varnarsinnuðum miðjumanni og hafa þar verið nefndir til sögunnar Edson Alvarez hjá Ajax, Ibrahim Sangare hjá PSV og Douglas Luiz leikmaður Aston Villa. Þá vill félagið bæta við sig sóknarmanni. Aubameyang er nálægt því að ganga til liðs við félagið frá Barcelona og þá hefur Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace verið nefndur til sögunnar.

9:32 Miðjumaðurinn Oriel Romeu hefur yfirgefið enska úrvalsdeildarfélagið Southampton og gengið til liðs við Girona á Spáni.

9:25 Félagsskipti Arthur Melo til Liverpool eru yfirvofandi. Leikmaðurinn sást á flugvelli áðan og fer í læknisskoðun síðar í dag, hann kemur á láni til félagsins. Nánar hér. 

9:12 Antony er orðinn leikmaður Manchester United. Hann skrifar undir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Nánar hér.

9:06 Manchester City hefur tikynnt um komu varnarmannsins Manuel Akanji frá Borussia Dortmund. Kaupverðið er um 17,5 milljónir evra. Nánar hér.

8:37 Cristiano Ronaldo verður áfram hjá Manchester United, að sögn Erik ten Hag. Nánar hér.

8:37 Liverpool er að ganga frá kaupum á Arthur Melo, miðjumanni Juventus. Nánar hér.

8:37 Ekki eru allir sammála um kaupverðið á Aubameyang. Á meðan Fabrizio Romano segir hann kosta Chelsea tíu milljónir punda vill David Ornstein meina að hann kosti 6,5 milljónir punda. Báðir eru þó sammála um að Marcos Alonso fari í hina áttina. Nánar hér.

8:00 Það stefnir allt í það að Pierre Emerick Aubameyang verði leikmaður Chelsea í dag. Gabonmaðurinn er á mála hjá Barcelona, en félögin eru bjartsýn á að ná samkomulagi. Lokatilboð Chelsea mun hljóða upp á meira en tíu milljónir punda og Marcos Alonso í skiptum.

8:00 Laywin Kurzawa er mættur til Lundúna til að klára skipti sín frá PSG til Fulham. Vinstri bakvörðurinn kemur á láni út þessa leitkíð.

8:00 Það hafa orðið vendingar í málefnum Cody Gakpo í nótt og í morgunsárið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður sterklega við Southampton, en í gærkvöldi sagði Fabrizio Romano frá því að Leeds væri að leiða kapphlaupið um kantmanninn. Nú snemma í morgun sagði David Ornstein frá því að PSV ætli sér að halda hinum 23 ára gamla Gakpo hjá sér í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot hafði lítinn áhuga á spurningunni: ,,Heldurðu í alvörunni að ég muni segja ykkur það?“

Slot hafði lítinn áhuga á spurningunni: ,,Heldurðu í alvörunni að ég muni segja ykkur það?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu boltann sem hefur fengið mikið lof – Verður notaður á þessu ári

Sjáðu boltann sem hefur fengið mikið lof – Verður notaður á þessu ári
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot hissa eftir spurningu blaðamanns: ,,Nei ég er ekki að íhuga það“

Slot hissa eftir spurningu blaðamanns: ,,Nei ég er ekki að íhuga það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Salah kveður Liverpool
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við United um leikmann liðsins

Hefja viðræður við United um leikmann liðsins
433Sport
Í gær

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta