Markmið ríkisstjórnarinnar með þessu er að lækka framfærslukostnað landsmanna en verðbólgan hefur farið hækkandi að undanförnu og mælist nú um 10% á ársgrundvelli.
Einnig vill ríkisstjórnin, sem er undir forystu jafnaðarmanna, fá fólk til að nýta sér almenningssamgöngur í meiri mæli.
Langar raðir mynduðust við sjálfsala á miðvikudaginn þegar fólk náði sér í mánaðarkort. Áður hafði um hálf milljón manna pantað sér mánaðarkort fyrir fram.
Ríkisjárnbrautarlestarfélagið Renfe reiknar með að um áramótin verði Spánverjar búnir að fara 75 milljónir ókeypis ferðir með lestum félagsins.
Einnig verður boðið upp á afslátt í öðrum almenningssamgöngufarartækjum. Reiknað er með að kostnaður ríkisins við þetta verði 221 milljón evra fram til áramóta.