fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Segir að í næstu viku verði komin vísbending um hvort sókn Úkraínumanna í Kherson skili árangri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 06:57

Úkraínskur hermaður í fremstu víglínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir margra mánaða undirbúning létu Úkraínumenn til skara skríða á mánudaginn og hófu sókn gegn rússneska innrásarliðinu í Kherson í suðurhluta landsins. Rússar náðu héraðinu Kherson og samnefndri borg á sitt vald í mars. En nú hyggjast Úkraínumenn hrekja þá þaðan og ná héraðinu aftur á sitt vald.

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hvatti fyrr í vikunni rússneska hermenn til að flýja frá Kherson ef þeir vilja lifa.

Claus Mathisen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við B.T. að sókn Úkraínumanna hafi verið lengi í undirbúningi og hún komi honum því ekki á óvart. Hann sagði að Úkraínumenn ætli að reyna að snúa gangi stríðsins við, þeim sjálfum í hag. Eftir því sem þeir segi vilji þeir að Rússar gefist upp. Það sé ekki bara hægt að gera árás og leggja borgina í rúst því þetta sé úkraínsk borg.

Hann benti á að Rússar hafi í hyggju að efna til atkvæðagreiðslna um hvort herteknu svæðin eigi að vera hluti af Rússlandi. Það verði mun erfiðara ef þeir hafi ekki yfirráð yfir svæðunum. Það valdi þeim vanda og veki efasemdir um trúverðugleika þeirra.

Mathisen sagði ekki öruggt að sókn Úkraínumanna heppnist: „Ég tel að innan viku fáum við sterka vísbendingu um hvort þetta heppnist og hvort þeir geti hrakið Rússana á brott. Spurningin er hvort þeir hafi nauðsynlegan styrk og yfirburði til að reka beinan árásarhernað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“