fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs: Eitt það besta undir minni stjórn

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 21:53

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars karla eftier leik við Breiðablik í kvöld.

Víkingar kláruðu þennan leik í fyrri hálfleik en staðan eftir 20 mínútur var 3-0 fyrir gestunum.

Erlingur Agnarsson gerði fyrsta markið fyrir Víking en þá voru aðeins fimm mínútur komnar á klukkuna.

Karl Friðleifur Gunnarsson og Erlingur sjálfur bættu svo við mörkum fyrir Víking sem vann að lokum 3-0 sigur.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við RÚV eftir sigurinn í kvöld.

,,Alltaf í stórleikjum þarftu element of surprise og koma andstæðingnum á óvart. Þeir bjuggust ekki við þessu kerfi og ég bjóst heldur ekki við að við myndum spila það svona vel. Þetta var nánast fullkomnum og eitt það besta undir minni stjórn. Blikar áttu engin svör,“ sagði Arnar.

,,Staðan er orðin 3-0 og það er erfitt fyrir þá að koma til baka. Við spiluðum 3-4-3 blandað í 4-4-2 og vorum agaðir í pressunni og biðum eftir réttu sendingunni.“

,,Það tekur alltaf smá tíma í fótbolta því þetta er ekki körfubolti, þú getur ekki tekið leikhlé og þarft að bíða í 45 mínútur til að koma skilaboðum á framfæri og þá getur leikurinn verið tapaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson