Víkingur Reykjavík er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars karla eftier leik við Breiðablik í kvöld.
Víkingar kláruðu þennan leik í fyrri hálfleik en staðan eftir 20 mínútur var 3-0 fyrir gestunum.
Erlingur Agnarsson gerði fyrsta markið fyrir Víking en þá voru aðeins fimm mínútur komnar á klukkuna.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Erlingur sjálfur bættu svo við mörkum fyrir Víking sem vann að lokum 3-0 sigur.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við RÚV eftir sigurinn í kvöld.
,,Alltaf í stórleikjum þarftu element of surprise og koma andstæðingnum á óvart. Þeir bjuggust ekki við þessu kerfi og ég bjóst heldur ekki við að við myndum spila það svona vel. Þetta var nánast fullkomnum og eitt það besta undir minni stjórn. Blikar áttu engin svör,“ sagði Arnar.
,,Staðan er orðin 3-0 og það er erfitt fyrir þá að koma til baka. Við spiluðum 3-4-3 blandað í 4-4-2 og vorum agaðir í pressunni og biðum eftir réttu sendingunni.“
,,Það tekur alltaf smá tíma í fótbolta því þetta er ekki körfubolti, þú getur ekki tekið leikhlé og þarft að bíða í 45 mínútur til að koma skilaboðum á framfæri og þá getur leikurinn verið tapaður.“