Þórir Jóhann Helgason fékk að spila hálfleik fyrir Lecce í kvöld sem mætti Napoli í Serie A á Ítalíu.
Þórir var í byrjunarliði Lecce í góðu jafntefli sinna manna en leiknum lauk 1-1. Hann var svo tekinn af velli í hálfleik.
Lecce var að næla í sitt annað stig í deildinni og er með tvö eftir fjórar umferðir.
Juventus vann sitt verkefni gegn Spezia þar sem Dusan Vlahovic og Arkadiusz Milik komust á blað í 2-0 sigri.
Udinese vann þá óvæntan 1-0 heimasigur á Fiorentina þar sem Beto reyndist hetja liðsins.
Sampdoria og Lazio skildu jöfn 1-1 og einnig Empoli og Verona með sömu markatölu.
Napoli 1 – 1 Lecce
1-0 Eljif Elmas(’27)
1-1 Lorenzo Colombo(’31)
Juventus 2 – 0 Spezia
1-0 Dusan Vlahovic(‘9)
2-0 Arkadiusz Milik(’90)
Udinese 1 – 0 Fiorentina
1-0 Beto(’17)
Sampdoria 1 – 1 Lazio
0-1 Ciro Immobile(’21)
1-1 Manolo Gabbiadini(’90)
Empoli 1 -1 Verona
1-0 Tommaso Baldanzi(’26)
1-1 Yayah Kallon(’69)