Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, viðurkennir að leikmenn liðsins gætu verið á förum í sumar ef þeir eru óánægðir hjá félaginu.
Jack Stephens, Nathan Redmond og Theo Walcott eru allir orðaðir við brottför frá Southampton og gætu farið á morgun.
Hasenhuttl segist vilja halda öllum leikmönnujm liðsins áður en glugginn lokar á morgun.
Að sama skapi viðurkennir Hasenhuttl að hann vilji ekki óánægða leikmenn og að lausn verði fundin ef það er niðurstaðan.
,,Í heildina litið þá viljum við halda öllum með okkur. Hins vegar ef einhver er óánægður með sína stöðu og fá ekki að spila þá finnum við alltaf lausn,“ sagði Hasenhuttl.
,,Vonandi er sú lausn best fyrir bæð okkur og fyrir leikmanninn sjálfan.“