Tónlistargyðjan Madonna segir leyndardóminn á bak við velgengni hennar vera kynlíf og hún ekki hrædd við að viðurkenna það. Hún segist jafnvel vera með kynlíf á heilanum.
Madonna, sem er 64 ára, talaði tæpitungulaust á YouTube-myndbandi þar sem hún svaraði 50 spurningum frá aðdáendum um væntanlega plötu hennar og rúmlega 40 ára ferilinn.
Þar var hún meðal annars spurð hver væri sakbitna sælan hennar þessa daganna og svarið var einfalt – kynlíf. Þetta reyndist vera algengasta svarið við þeim spurningum sem hún svarar í myndbandinu.
Uppáhalds stjörnumerkið? – Kynlíf.
Uppáhalds athöfn? – Að njóta ásta
Hvað heldur henni gangandi? – Kynlíf
Leyndarmál velgengninnar? – Kynlíf
Mantra hennar í lífinu? – Kynlíf
Uppáhalds snakkið? – „Ég man ekki hvað hann heitir. Stór typpi. Ég bið ekki um mikið“
Madonna var einnig spurð hver hennar stærsta eftirsjá væri og þá svaraði hún að það væru hjónabönd hennar, bæði, en hún var gift leikaranum Sean Penn á árunum 1985-1989 og síðar leikstjóranum Guy Ritchie 2000-2008. Líklega kemur þetta svar þó fáum á óvart. Madonna sagði eftirfarandi um hjónaband sitt og Guy árið 2015: „Það komu tímar þar sem mér fannst ég frelsissvipt. Ég mátti ekki vera ég sjálf. Þú þarft að finna einhvern sem tekur þér eins og þú ert og finnst það notalegt.“
Sem stendur er Madonna í sambandi við fyrirsætuna Andrew Darnell, en hann er 23 ára.
Dæmi um annað sem kom fram í áðurnefndu myndbandi var að Madonna væri virkilega til í að gera aftur tónlist með söngkonunni Britney Spears og hana langi í samstarf við rapparann Kendrick Lamar.
Hún telur að ef hún væri ekki tónlistarkona þá væri hún grunnskólakennari og fátt fari meira í taugarnar á henni en latt fólk