fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Börnum Aubameyang var hótað – „Erfitt að skilja að maður sé ekki öruggur heima hjá sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var brotist inn á heimili Pierre-Emerick Aubameyang. Fjórir menn brutust inn til hans, hótuðu honum, ásamt konu hans og börnum með skotvopnum og járnstöngum. Ræningjarnir gengu einnig í skrokk á Aubameyang, þar til hann opnaði peningaskáp fyrir þá.

Aubameyang hefur nú gefið út yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann að hann hafi aðeins meiðst lítillega á kjálka, en ekki kjálkabrotnað eins og fjöldi fréttamiðla sagði í morgun.

„Takk fyrir öll skilaboðin. Á sunnudaginn brutust inn á heimili mitt ofbeldisfullar bleyður og hótaði mér, fjölskyldu minni og börnum mínum. Þetta gerðu einstaklingarnir bara til að stela hlutum. Þeir meiddu mig á kjálkanum en ég mun jafna mig fljótt. Við getum þakkað guði fyrir það að enginn meiddist líkamlega. Það er erfitt að skilja að maður sé ekki lengur öruggur heima hjá sér en sem fjölskylda munum við komast yfir þetta og verða sterkari en áður. Takk fyrir allan stuðninginn, við metum hans svo mikils,“ segir í yfirlýsingu Aubameyang.

Gabonmaðurinn 33 ára gamli hefur verið sterklega orðaður við Chelsea undanfarnar vikur. Félögin hafi hins vegar ekki enn komist að samkomulagi. Ekki er talið að það verði erfitt að semja við Aubameyang sjálfan ef félögin ná samkomulagi.

Sem stendur biður Barcelona um of mikið fyrir Aubameyang. Sú leið gæti verið farin að sóknarmaðurinn verði lánaður til Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson