Þrír íbúar á hjúkrunarheimili í Kaliforníu drukku á dögunum uppþvottalög í stað ávaxtasafa. Einn íbúanna er nú látinn, hin 93 ára gamla Gertrude Elizabeth Murison Maxwell, en hún lést á heimilinu. Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að atvikið hafi átt sér stað á hjúkrunarheimilinu Atria Park í borginni San Mateo. Hinir tveir íbúarnir sem drukku uppþvottalögin voru lagðir inn á spítala en eru enn á lífi.
Starfsfólki hjúkrunarheimilisins sem ber ábyrgð á málinu hefur verið vikið úr starfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Atria Park hefur gefið það út að hjúkrunarheimilið sé samvinnuþýtt og ætli að hjálpa lögreglunni í rannsókninni.
Dóttir Maxwell segir í samtali við KRON að móðir sín hafi innbyrt uppþvottalög sem étur upp prótein og að hún hafi verið flutt á spítala með blöðrur í munni, hálsi og vélinda. Dóttirin segir að móðir hennar hafi ekki verið fær um að borða eða drekka sjálf og því hafi þurft að hella drykkjum upp í hana. Það er því ljóst að starfsfólk hjúkrunarheimilisins hellti uppþvottaleginum ofan í Maxwell.