Ainsley Maitland-Niles er á leið frá Arsenal til Southampton á eins árs lánssamningi.
Maitland-Niles er 25 ára gamall og getur leikið á miðjunni og í báðum bakvarðastöðunum.
Hann var á láni hjá Roma seinni hluta síðustu leiktíðar og hjá WBA leiktíðina þar áður.
Maitland-Niles á eitt ár eftir af samningi sínum en verður hann framlengdur áður en hann fer á láni til Southampton.
Southampton mun svo eiga möguleika á að kaupa leikmanninn endanlega næsta sumar.
Excl: Southampton are closing in on Ainsley Maitland-Niles deal. It’s set to be completed on loan with buy option as Arsenal contract will be extended. 🚨⚪️🔴 #SaintsFC
Talks ongoing on player side, then medical soon to get the deal done. pic.twitter.com/GxbAXKYwUy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022