Wesley Fofana er genginn í raðir Chelsea. Þessi 21 árs gamli leikmaður gerir sjö ára samning við félagið. Félagið staðfestir þetta.
Franski miðvörðurinn hefur gert allt til að komast frá Leicester undanfarnar vikur. Hann var til að mynda látinn æfa með varaliðinu vegna þess.
Nú hefur hann fengið sínu framgengt.
Fofana hafði verið á mála hjá Leicester síðan 2020.
Welcome, Wesley! 😁#FofanaIsChelsea
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 31, 2022