Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er lent í enn öðrum photoshop skandal eftir að upp komst um að hún hafi látið fjarlægja sjalvöðva (e. trapezius) í kringum háls og öxl fyrir mynd til að auglýsa nýju heyrnartól hennar í samstarfi við Beats by Dre.
TikTok-notandinn Caroline vakti fyrst athygli á þessu og hafa erlendir miðlar einnig greint frá þessu. En þetta er langt frá því að vera fyrsta skipti sem upp kemst um myndvinnslubreytingar hennar og samkvæmt Caroline er þetta heldur ekki í fyrsta skipti sem hún fjarlægir eða minnkar þennan ákveðna vöðva fyrir myndbirtingu á samfélagsmiðlum.
„Kim K er þekkt fyrir að photoshoppa sjalvöðvana sína. Af hverju? Ég veit ekki, kannski því hálsinn virkar þá minni?“ segir Caroline.
Kardashian birti myndina til vinstri á Instagram – þar sem hún er með tæplega 330 milljónir fylgjenda – en myndin til hægri er úr myndbandi frá tökustað.