fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Gunnar Smári útskýrir skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna – „Þú borgar meira“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 10:00

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokknum, skrifar í dag nýja grein í greinaflokki sínum um skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna – „hvernig skattbyrði var létt af fyrirtækjum svo eigendur þeirra gætu dregið meira fé til sín upp úr rekstrinum.“

Greinin birtist á Vísir.is og ber yfirskriftina „Auðstétt verður til. Og þú borgar.“

Gunnar Smári segir að miðað við skattaframtöl fyrir árið 2021 megi gera ráð fyrir því að sveitarfélögin missi um 19 milljarða króna vegna þess að útsvar er ekki lagt á fjármagnstekjur. „Og þá bara vegna tekna 1% tekjuhæsta fólksins. 6 milljarða til til viðbótar ef við tökum fjármagnstekjur annarra með,“ segir hann.

Þá bendir hann á að sveitarfélögin hafi misst 60 milljarða vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu.

„Og sveitarfélögin misstu síðan 60 milljarða króna vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu.Samanlagt eru þetta 85 milljarðar króna sem létt var af fyrirtækja- og fjármagnseigendum. Og hvernig var stoppað í gatið?“ spyr hann en svarar því sjálfur strax:

„Útsvar á launatekjur var hækkað úr 6,7% í 14,5%. Miðað við útsvarstekjur síðasta árs jafngildir það hækkun upp á 101 milljarð króna. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur borga minna en þú borgar meira. Það var markmiðið. Þótt það hafi aldrei verið kynnt svo.“

Greinina í heild sinni má lesa hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans