Það er útlit fyrir að Anthony Gordon verði áfram hjá Everton, þrátt fyrir mikinn áhuga frá Chelsea undanfarnar vikur. Sky Sports segir frá.
Chelsea bauð hæst 60 milljónir punda í Gordon í sumar en var því hafnað af Everton.
Everton hefur staðið fast á sínu og vill alls ekki selja þennan 21 árs gamla leikmann, sem er lykilmaður í áætlunum Frank Lampard.
Annars er það að frétta af félagaskiptamálum Everton að Idrissa Gana Gueye og James Garner eru á leið til félagsins frá Paris Saint-Germain og Manchester United. Báðir eru miðjumenn.