Amad Diallo, sem kostaði Manchester United 37 milljónir punda í janúar í fyrra, er á leið á láni til Sunderland. Það er Fabrizio Romando sem segir frá þessu.
Hinn tvítugi Diallo kom til United frá Atalanta en hefur ekki stimplað sig inn í aðalliðið.
Fílbeinstrendingurinn lék á láni með Rangers seinni hluta síðustu leiktíðar.
Diallo mun leika á láni með Sunderland út þessa leiktíð.
Liðið spilar í Championship-deildinni á þessari leiktíð eftir að hafa komið sér upp úr C-deildinni á þeirri síðustu.