Stórleikarinn og hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan og leikkonan Camila Morrone eru hætt saman eftir rúmlega fjögurra ára samband. E! News greinir frá.
Parið hélt sambandi sínu úr sviðsljósinu fyrstu árin og opinberaði sambandið – það var í fyrsta sinn í fimmtán ár sem hann tók kærustu með sér á Óskarsverðlaunahátíðina.
Samkvæmt Cosmopolitan byrjuðu þau saman árið 2017 og í febrúar 2018 mættu þau saman í afmæli Ellen DeGeneres.
Parið opinberaði sambandið á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar 2020. Þetta var í fyrsta sinn í fimmtán ár sem hann tók kærustu með sér á hátíðina. Þau héldu sambandinu úr sviðsljósinu að mestu og hafa talsmenn þeirra beggja neitað að tjá sig um sambandsslitin.
Sambandið vakti mikla athygli vegna aldursmunar parsins, heil 22 ár. Leonardo er 47 ára og Camilla er 25 ára.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem leikarinn er í sambandi með mikið yngri konu. Hann var með dönsku fyrirsætunni Ninu Agdal – sem er 17 árum yngri en hann – áður en hann byrjaði með Camillu.