fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

NASA reynir aftur að skjóta Artemis 1 á loft

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 09:30

Artemis 1 er nánast tilbúin til brottfarar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA neyddist til að hætta við að skjóta Artemis 1 á loft á mánudaginn en geimfarið átti að fara til tunglsins. Nú hefur verið ákveðið að gera aðra tilraun á laugardaginn.

Ástæðan fyrir frestuninni á mánudaginn var að lekavandamál kom upp við einn mótor geimflaugarinnar þegar verið var að dæla vetni á hann og einnig voru vandamál með hita á mótornum.

Artemis er nafnið á verkefninu en það nær yfir fjölda geimskota þar sem ný tegund geimfara verður prófuð. Meginmarkmiðið er að senda fólk aftur til tunglsins innan fárra ára.

Artemis 1 verðu ómannað en fyrirhugað er að senda geimfara með í næstu ferð en þá verður ekki lent á tunglinu en geimfarið mun fara hring um það.

Fyrirhugað er að Artemis 1 verði 42 daga úti í geimnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut