Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, hefur staðfest það að hann sé nálægt því að krota undir nýjan samning við félagið.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tjáði sig fyrir stuttu um framtíð Saka og sagðist vera fullviss um að Saka myndi framlengja.
Þessi 20 ára gamli leikmaður hefur nú tekið undir þau orð fyrir leik gegn Aston Villa á morgun.
,,Já ég er jafn viss og hann,“ svaraði Saka er hann var spurður út í ummæli Arteta.
Það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir Arsenal en Saka er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Liverpool var orðað við hann fyrr í sumar en útlit er fyrir að Saka sé ekki á förum á næstunni.