Jóhann Berg Guðmundsson var aftur í byrjunarliði Burnley í kvöld sem spilaði við Millwall í ensku Championship-deildinni.
Jói Berg er að vinna sér inn sæti hægt og rólega í liði Burnley en hann hefur verið að jafna sig af meiðslum.
Vitinho og Jay Rodriguez sáu um að klára dæmið fyrir heimamenn í kvöld er Burnley vann 2-0 sigur.
Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 57 mínútur í sigrinum en fór útaf í stöðunni 0-0.
Burnley er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Sheffield United.