Markmaðurinn Kevin Trapp hefur greint frá því að hann hafi neitað að ganga í raðir Manchester United í sumar.
Trapp er fyrrum markmaður Paris Saint-Germain en samdi við Eintracht Frankfurt fyrir þremur árum.
Trapp staðfesti það að hann hafi fengið boð frá Man Utd en eftir að hafa hugsað sig um var tilboðinu neitað.
Man Utd er í leit að varamarkmanni fyrir veturinn og er Martin Dubravka hjá Newcastle nú á leið til félagsins.
Trapp á að baki sex landsleiki fyrir Þýskaland og hefur verið aðalmarkvörður Frankfurt undanfarin þrjú tímabil.