Það gæti verið að Manchester United muni enn bæta við sig leikmönnum fyrir gluggalok.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn James Burt en hann vinnur hjá Telegraph og er með fínar heimildir.
Man Utd er búið að tryggja sér vængmanninn Antony frá Ajax og var talið að fleiri leikmenn yrðu ekki fengnir inn fyrir ut an markmanninn Martin Dubravka frá Newcastle.
Burt segir hins vegar að Man Utd sé að skoða tvo hægri bakverði, þá Sergino Dest og Thomas Meunier.
Enska félagið skoðar að fá annan á láni en Dest leikur með Barcelona og Meunier með Dortmund.