Chelsea mun líklega klára kaup á varnarmanninum Josko Gvardiol fyrir lok félagaskiptagluggans.
Fabrizio Romano greinir frá þessu í kvöld en Gvardiol er 20 ára gamall og leikur með RB Leipzig.
Chelsea mun borga um 90 milljónir evra fyrir Gvardiol en fær ekkert að nota hann á þessu tímabili.
Gvardiol myndi hins vegar klára tímabilið með Leipzig og ganga svo í raðir Chelsea næsta sumar.
Um er að ræða leikmann sem getur spilað í bakverði sem og hafsent og hefur hann spilað með Leipzig frá árinu 2020.