fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Hvaðan kom smiðurinn dularfulli og hver var hann? – Leyndardómar Loretto stigans

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1872 tilkynnti kaþólski biskupinn í Santa Fe, djúpt í suðri Bandaríkjanna, að byggja skyldi kapellu. Hún skyldi staðsett við hlið nunnuseturs lítillar reglu sem nefndist Loretto systurnar og skyldu nunnurnar sjá um eftirlit og viðhald með kapellunni.

Kapellan, nefnd Our Lady of Light, átti eftir að verða miðpunktur leyndardómsins um Loretto stigann.

Kapellan í Santa Fe

Best að biðja

Kapellan var hönnuð af frægum, frönskum arkitekt að nafni Antoine Mouly. Allt gekk prýðilega og árið 1878 var kapellan að mestu leyti tilbúin. Það eina sem eftir stóð var leið til að komast frá gólfi kapellunnar og upp á kórloftið. En því miður lést Mouly áður en hann náði að ljúka verkinu svo nunnurnar hófu að leita annarra leiða til að ljúka smíðinni.

En kapellan er smá, það smá að það var útilokað að setja tröppur upp. Sambærilegar kapellur notuðust við lausastiga en klæðnaður nunnureglunar bauð ekki upp á svoleiðis prílerí.

Á meðan að smiðir og arkitektar veltu vöngum og köstuðu fram hugmyndum var kapellan því svo að segja ónothæf.

Nunnurnar gáfust því upp á vonlausum hugmyndum byggingariðnaðarins í Santa Fe og lögðust þess í stað á bæn.

Dularfulli gesturinn

Árið 1880 byrjuðu nunnurnar að biðja daglega til heilags Jósefs, verndardýrlings trésmiða, um hjálp við stigavandamálið. Á níunda degi bæna var bankað á dyr og var það maður á ferð sem kvaðst vera trésmiður. Nunnurnar trúðu ekki gæfu sinni og sýndu hinum ókunnuga manni kapelluna.

Stiginn eins og hann mun hafa litið út eftir smíðina.

Maðurinn sagði nunnunum engar áhyggjur að hafa, hann gæti auðveldlega leyst málið. Eina skilyrðið væri að hann fengi algjöran frið við verkið.

Nunnurnar lofuðu því og dró maðurinn upp verkfæri sín og tól. Sumir segja að verkið hafi tekið stuttan tíma, aðrir segja að smiðurinn ókunni hafi verið lengi að ljúka smíðinni. Sumir segja að nunnurnar hafi aldrei séð neitt af þeim við sem notaður var við smíðina en aðrar heimildir segja nunnurnar hafa fært smiðnum stóra bala, fulla af vatni, sem hann bleytti viðinn í.

Þegar nunnurnar komu í kapelluna til bæna hvarf maðurinn líkt og draugur.

Þegar að smiðurinn tilkynnti nunnunum að stiginn væri tilbúinn voru þær himinlifandi yfir hversu vel hafði tekist til. Þær voru svo glaðar að þær ákváðu að efna til veislu, smiðnum til heiðurs, þá um kvöldið. En smiðurinn mætti aldrei í veisluna.

Reyndar sást hann aldrei framar. Hann sagði aldrei til nafns né bað hann um greiðslu fyrir efnivið eða vinnu.

Meistarsmíði

En nafn smiðsins er ekki eini leyndardómur stigans. Smíði hans þykir mikið afrek. Það er engin styrktarsúla né einn einasti burðarbiti í stiganum. Það eru engir naglar né lím, aðeins nokkrir litlir viðarkubbar í tröppum hans.

Stiginn virðist haldast uppi af sjálfu sér, allt að því sem hann svífi.

Þrátt fyrir aðeins 33 þrep eru tveir 360 gráðu snúningar. Jesú Kristur var einnig krossfestur 33 ára gamall sem nunnurnar, og fleiri, töldu enga tilviljun.

Í upphafi var ekkert handrið og voru sumar nunnurnar svo hræddar að þær skriðu á höndum og fótum upp. Svo fór að sett var handrið árið 1887 en við það tapaði stiginn góði nokkru af töfrum sínum.

Árið 1887 var sett handrið enda nunnurnar dauðhræddar við að detta.

Nunnurnar höfðu samband við alla sem þeim datt í hug í leit sinni að smiðnum dularfulla. En enginn virtist kannast við hann né að hafa selt við í verkið. Þær töldu því víst að um engan annan hefði verið að ræða en heilagan Jósef sjálfan, sem hefði stigið niður til jarðar til að hjálpa.

Stiginn er smíðaður úr greni sem hvergi er að finna í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Reyndar þarf að fara alla leið norður til Alaska til að finna þessa ákveðnu tegund grenis og illskiljanlegt hvernig það rataði alla leið suður til Santa Fe í kapellustiga.

Kraftaverkastiginn

Margar kenningar eru á lofti um stigann.

Sagnfræðingurinn Mary J. Straw Cook skrifaði bók um málið og fullyrðir að hafa fundið dagbók í nunnusetrinu og komi þar fram að maður að nafni Rochas hafi staðið að smíðinni. Hún segir Rochas hafa verið sendan af leynifélagi iðnaðarmanna í Frakklandi, tengdu kaþólsku kirkjunni. Hafi hann flutt grenið með sér en verið skotinn til bana fljótlega eftir að byggingu stigans lauk.

Ekki eru allir sammála kenningu sagnfræðingsins og hefur fjöldi bóka verið ritaðurinn um málið og í það minnsta ein kvikmynd gerð.

Enginn veit í raun og sann hver sannleikurinn er en því verður ekki breytt að stiginn er einstök smíði sem enn vekur aðdáun gesta.

Í dag er kapellan safn, auk þess að vera vinsæl til brúðkaupa, en flestir gesta koma til að berja stigann fræga augum.

Kraftaverkastigann, eins og sumir kalla hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Útskýrir hvernig hún endaði á kynlífsklúbbi í Berlín

Útskýrir hvernig hún endaði á kynlífsklúbbi í Berlín
Fókus
Í gær

Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík

Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar“

„Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars