Myndband af Clöru Chiu Marti dansa við lag Shakiru, Te Felicito, hefur vakið mikla athygli undanfarið.
Marti er ný kærasta Gerard Pique, leikmanns Barcelona. Hann skildi við Shakiru í sumar eftir meira en áratugs samband.
Fljótlega eftir á fór hann að vera með Marti. Orðrómar voru uppi um það í sumar að Pique hafi haldið framhjá Shakiru með henni.
Margir vilja meina að með áðurnefndu myndbandi hafi Marti verið að reyna að strá salti í sár Shakiru.
Á dögunum var Shakira ósátt með myndir sem birtust af Pique og Marti kyssast á almanna færi.
Fjölskylda Shakiru vill meina að fyrrum hjónin hafi gert samning þess efnis að þau myndu ekki láta sjá sig opinberlega með nýjum maka í eitt ár eftir sambandsslitin.
Shakiru þykir óþægilegt að börn þeirra þurfi að sjá faðir sinn með annari konu svo fljótt.
La novia de Piqué bailó una canción de Shakira y desata escándalo en redes
Clara Chia Martí apareció en un video en Instagram moviendo las caderas al ritmo de "Te Felicito". pic.twitter.com/CBb4u3dDJE
— ITR Oficial (@ITROriginal) August 24, 2022